Stillingar skjálesara

Veldu tungumál

Hoppa í undirvalmynd

Hoppa í efnisyfirlit

Hoppa beint í efnið

Vottar Jehóva

íslenska

Hverjir gera vilja Jehóva?

Hver er vilji Guðs?

Hver er vilji Guðs?

Guð vill að við lifum að eilífu í friði og hamingju í paradís á jörð.

Þér er kannski spurn hvort það geti nokkurn tíma orðið að veruleika. Í Biblíunni segir að ríki Guðs komi þessu til leiðar. Það er vilji hans að allir fræðist um þetta ríki og fyrirætlun hans með mennina. – Sálmur 37:11, 29; Jesaja 9:6.

Guð vill að við njótum góðs af kennslu hans.

Góður faðir vill börnum sínum allt það besta. Faðir okkar á himnum óskar þess einnig að við lifum hamingjusöm að eilífu. (Jesaja 48:17, 18) Hann hefur lofað að ,sá sem geri Guðs vilja vari að eilífu‘. – 1. Jóhannesarbréf 2:17.

Guð vill að við göngum leiðina sem hann bendir á.

Í Biblíunni segir að skaparinn vilji ,vísa okkur vegu sína‘ til að við getum „gengið brautir hans“. (Jesaja 2:2, 3) Hann hefur kallað saman ,lýð sem ber nafn hans‘ og skipulagt hann til að boða vilja sinn um allan heim. – Postulasagan 15:14.

Guð vill að við séum sameinuð í tilbeiðslu á honum.

Sönn tilbeiðsla á Jehóva sundrar ekki heldur sameinar. Hún kennir fólki að elska hvert annað. (Jóhannes 13:35) Hverjir kenna körlum og konum um heim allan að þjóna Guði í sameiningu? Við hvetjum þig til að kynna þér málið með hjálp þessa rits.

 

Meira

Hvernig fer biblíunámskeið fram?

Um heim allan eru vottar Jehóva þekktir fyrir að bjóða upp á ókeypis biblíunámskeið. Sjáðu hvernig það gengur fyrir sig.

Hvers vegna ættum við að kynna okkur Biblíuna?

Biblían veitir miljónum manna um heim allan svör við stóru spurningum lífsins. Vilt þú vera í hópi þeirra?

Hvað ætlast Guð fyrir með jörðina?

Á tilgangur Guðs með paradís eftir að rætast? Ef svo er, hvenær?