Hoppa beint í efnið

Hoppa í undirvalmynd

Hoppa í efnisyfirlit

Vottar Jehóva

íslenska

Var lífið skapað?

Hverju trúir þú?

Hverju trúir þú?

Margir bókstafstrúarmenn halda því fram að jörðin og allt sem á henni er hafi verið skapað á sex sólarhringum fyrir nokkur þúsund árum. Sumir guðsafneitarar vilja telja okkur trú um að Guð sé ekki til, að Biblían sé samsafn af bábiljum og goðsögnum og að allar lífverur hafi myndast af tilviljun án þess að nokkur hafi haft þar hönd í bagga.

Skoðanir flestra liggja einhvers staðar á milli þessara tveggja sjónarmiða. Sennilega ert þú í þeim hópi fyrst þú ert að lesa þennan bækling. Vel má vera að þú trúir á Guð og berir virðingu fyrir Biblíunni. En trúlega berðu líka virðingu fyrir skoðunum hámenntaðra og áhrifamikilla vísindamanna sem trúa ekki að lífið hafi verið skapað. Ef þú átt börn hefurðu kannski velt fyrir þér hvernig þú eigir að svara spurningum þeirra um sköpun og þróun.

Markmiðið með útgáfu þessa bæklings

Þessi bæklingur er ekki gefinn út til að gera gys að skoðunum bókstafstrúarmanna eða þeirra sem kjósa að trúa ekki á Guð, heldur er það von okkar að hann verði þér hvatning til að íhuga hverju þú trúir og hvers vegna. Gefnar verðar skýringar á sköpunarsögu Biblíunnar sem þú hefur ef til vill ekki hugleitt áður. Að síðustu verður bent á hvers vegna það skipti máli hverju maður trúir um uppruna lífsins.

Ætlarðu að treysta þeim sem fullyrða að það sé ekki til viti borinn skapari og að Biblían sé ekki trúverðug? Eða ætlarðu að kynna þér hvað segir í Biblíunni sjálfri? Hvaða hugmyndir eru þess verðar að þú trúir þeim og treystir? Eru það kenningar Biblíunnar eða þróunarsinna? (Hebreabréfið 11:1) Við hvetjum þig til að kynna þér staðreyndirnar.