ÞÚ ERT að boða fagnaðarerindið hús úr húsi þegar þú heyrir sírenuvæl í fjarska. Hljóðið verður sífellt hærra. Þú byrjar að ræða við húsráðandann en athygli boðberans, sem er með þér, beinist að lögreglubíl sem staðnæmist við gangstéttarbrúnina. Lögregluþjónn stígur út úr bílnum. „Eruð það þið sem eruð að ganga í hús og tala um Biblíuna?“ spyr hann. „Við höfum fengið kvartanir.“ Þið svarið kurteislega og segið að þið séuð vottar Jehóva. Hvað gerist svo?

Það er að miklu leyti komið undir sögu liðinna ára og áratuga. Hvernig hafa stjórnvöld í landinu, þar sem þú býrð, farið með votta Jehóva? Býrð þú við trúfrelsi? Ef svo er má líklega rekja það að töluverðu leyti til þess sem trúsystkini þín hafa gert til að „verja fagnaðarerindið og staðfesta það“. (Fil. 1:7, Biblían 1981) Óháð því hvar þú býrð getur verið mjög styrkjandi fyrir trúna að kynna sér hvernig vottar Jehóva hafa náð rétti sínum fyrir dómstólum. Í þessum hluta bókarinnar lítum við nánar á þennan merkilega þátt í sögu þjóna Jehóva. Þeir sigrar, sem hafa unnist á þessum vettvangi, sanna að ríki Guðs er við völd því að við hefðum aldrei getað áorkað svona miklu í eigin krafti.