Hoppa beint í efnið

Hoppa í undirvalmynd

Hoppa í efnisyfirlit

Vottar Jehóva

íslenska

Ríki Guðs stjórnar

Til vinstri: Samkoma haldin undir berum himni í Lundúnum árið 1945. Til hægri: Sérstakur mótsdagur í Malaví í Afríku árið 2012.

 5. HLUTI

Menntun á vegum Guðsríkis – þjónar konungsins fá kennslu og þjálfun

Menntun á vegum Guðsríkis – þjónar konungsins fá kennslu og þjálfun

 ÞÚ BROSIR hvetjandi til ræðumannsins sem stendur á sviðinu. Þetta er ungur bróðir úr söfnuðinum þínum og hann er að flytja fyrstu ræðuna sína á svæðismóti. Þú hlustar með ánægju á prýðilega ræðu og verður hugsað til þess hve frábæra menntun þjónar Guðs fá. Þú manst vel eftir unga manninum þegar hann steig upp á svið í ríkissalnum í fyrsta sinn. Hann hefur aldeilis tekið framförum! Hann hefur sótt Brautryðjendaskólann, og fyrir stuttu sóttu þau hjónin Skólann fyrir boðbera Guðsríkis. Hann lýkur ræðunni, og meðan þú klappar fyrir honum lítur þú í kringum þig og leiðir hugann að allri kennslunni sem þjónar Guðs fá.

Í Biblíunni er spádómur um þann tíma þegar allir þjónar Jehóva yrðu „lærisveinar“ hans og myndu hljóta menntun hjá honum. (Jes. 54:13) Við lifum á þeim tíma. Við fáum bæði fræðslu í ritum okkar, á samkomum og mótum en einnig í ýmsum skólum sem hafa það hlutverk að búa okkur undir sérstök verkefni í söfnuði Jehóva. Í þessum hluta skoðum við hvernig öll þessi menntun er óyggjandi sönnun þess að ríki Guðs sé við völd núna.

Í ÞESSUM HLUTA

16. KAFLI

Við söfnumst saman til að tilbiðja Guð

Hvernig getum við haft sem mest gagn af samkomunum sem við höldum til að tilbiðja Jehóva?

17. KAFLI

Menntun handa þjónum Guðsríkis

Hvaða skólar hafa gert boðberum Guðsríkis kleift að gera verkefnum sínum sem best skil?