Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 ÞJÁLFUNARLIÐUR 6

Biblíuvers vel heimfærð

Biblíuvers vel heimfærð

Jóhannes 10:33-36

YFIRLIT: Láttu þér ekki nægja að lesa biblíuvers og snúa þér svo að næsta atriði. Fullvissaðu þig um að áheyrendur skilji hvernig versið tengist því sem þú ert að leggja áherslu á.

HVERNIG FER MAÐUR AÐ?

  • Afmarkaðu lykilorðin. Þegar þú hefur lesið biblíuvers skaltu leggja áherslu á þau orð sem tengjast aðalatriðinu beint. Þú getur gert það með því að endurtaka orðin eða með því að varpa fram spurningu sem fær áheyrendur til að koma auga á lykilorðin.

  • Leggðu áherslu á það sem þú villt að áheyrendur muni. Ef þú kynnir biblíuvers í ákveðnum tilgangi skaltu útskýra hvernig lykilorðin í versinu tengjast honum.

  • Heimfærðu efnið á einfaldan hátt. Farðu ekki út í óþarfa smáatriði sem skýra ekki aðalatriðið. Taktu mið af þekkingu áheyrenda á efninu þegar þú ákveður hve miklar upplýsingar þarf til að heimfæra það skýrt og greinilega.