Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 2KAFLI

Rebekka vildi gleðja Jehóva

Rebekka vildi gleðja Jehóva

Rebekka var ung kona sem elskaði Jehóva Guð. Maðurinn hennar, sem hét Ísak, elskaði líka Jehóva. En hvernig kynntust Rebekka og Ísak? Og hvernig sýndi Rebekka að hún vildi gleðja Jehóva? Við skulum lesa um það og kynnast henni betur.

Ísak bjó með foreldrum sínum, Abraham og Söru, í Kanaanslandi. Fólkið þar tilbað ekki Jehóva. En Abraham vildi samt að Ísak giftist konu sem trúði á Jehóva. Hann sendi því þjón sinn, líklega Elíeser, til að finna konu handa Ísak. Nokkrir ættingjar Abrahams áttu heima í borginni Harran og Abraham sagði Elíeser að fara þangað.

Rebekka sótti fúslega vatn handa öllum úlföldunum.

Abraham sendi fleiri þjóna sína með Elíeser í þessa löngu ferð. Þeir tóku með sér tíu úlfalda sem báru mat og gjafir. En hvernig átti Elíeser að vita hvaða konu hann átti að velja handa Ísak? Þegar Elíeser og hinir þjónarnir komu til Harran stoppuðu þeir við brunn. Elíeser vissi að bráðum kæmu konur að brunninum til að sækja vatn. Hann fór því með bæn til Jehóva og sagði: ,Ég ætla að biðja unga konu að gefa mér vatn að drekka. Ef hún gefur bæði mér og úlföldum mínum vatn, þá veit ég að hún er sú sem þú hefur valið.‘

 Á sama augnabliki kom hin unga Rebekka að brunninum. Í Biblíunni segir að hún hafi verið mjög falleg kona. Elíeser bað hana að gefa sér vatn að drekka og hún svaraði: ,Já, auðvitað. Ég skal sækja vatn handa þér. Og ég skal líka sækja vatn handa úlföldunum.‘ Hugsaðu þér! Þegar úlfaldar eru þyrstir drekka þeir ósköpin öll af vatni. Rebekka þurfti því að hlaupa margar ferðir að brunninum til að sækja vatn. Sérðu á myndinni hvað hún leggur hart að sér? – Elíeser var alveg orðlaus yfir því hvernig Jehóva svaraði bæn hans.

Elíeser gaf Rebekku margar fallegar gjafir. Hún bauð honum og hinum þjónunum heim til foreldra sinna. Elíeser sagði frá því af hverju Abraham hafði sent hann til Harran og hvernig Jehóva hafði svarað bæn hans. Fjölskylda Rebekku vildi gjarnan að hún giftist Ísak.

Rebekka fór með Elíeser til Kanaanslands og giftist Ísak.

En heldurðu að Rebekka hafi viljað giftast Ísak? – Rebekka vissi að Jehóva hafði sent Elíeser til þeirra. Og þegar fjölskylda hennar spurði hana hvort hún vildi fara til Kanaanslands og giftast Ísak svaraði hún: ,Já, það vil ég.‘ Hún lagði strax af stað með Elíeser og þegar þau komu til Kanaanslands giftist hún Ísak.

Rebekka gerði það sem Jehóva vildi að hún gerði og þess vegna annaðist hann hana og blessaði. Hún hlaut meðal annars þá blessun að vera ættmóðir Jesú! Ef þú gleður Jehóva, eins og Rebekka gerði, mun hann líka annast þig og blessa þig.

LESTU Í BIBLÍUNNI ÞINNI

  • 1. Mósebók 12:4, 5; 24:1-58, 67