Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 10. KAFLI

Jesús var alltaf hlýðinn

Jesús var alltaf hlýðinn

Finnst þér alltaf auðvelt að hlýða foreldrum þínum? – Stundum er það erfitt. Vissirðu að Jesús hlýddi bæði Jehóva og foreldrum sínum? – Fordæmi hans getur hjálpað þér að hlýða foreldrum þínum, líka þegar þér finnst það erfitt. Við skulum líta aðeins betur á fordæmi hans.

Áður en Jesús kom til jarðar var hann á himnum hjá Jehóva, föður sínum. En Jesús átti líka foreldra hér á jörðinni. Þau hétu Jósef og María. Veistu hvernig þau urðu foreldrar hans? –

Jehóva flutti líf Jesú frá himnum og setti það inn í Maríu svo að Jesús gæti fæðst og lifað á jörðinni. Þetta var kraftaverk! Jesús óx inni í Maríu alveg eins og önnur börn vaxa inni í móður sinni. Um níu mánuðum seinna fæddist Jesús. Þannig urðu María og Jósef, maðurinn hennar, foreldrar Jesú á jörðinni.

Þegar Jesús var 12 ára gerði hann nokkuð sem sýndi hve heitt hann elskaði Jehóva, föður sinn. Jesús og fjölskylda hans ferðuðust langa leið til Jerúsalem til að halda páskahátíðina. Á leiðinni heim leituðu Jósef og María að Jesú en fundu hann hvergi. Veistu hvar hann var? –

Af hverju var Jesús í musterinu?

Jósef og María flýttu sér aftur til Jerúsalem og leituðu alls staðar að Jesú. Þau voru mjög áhyggjufull vegna þess að þau fundu hann hvergi. En eftir þrjá daga fundu þau hann loksins í musterinu. Af hverju var Jesús í musterinu? – Af því að þar lærði hann um Jehóva, föður sinn. Hann elskaði Jehóva og vildi fá að vita hvernig hann gæti glatt hann. Jafnvel þegar Jesús var orðinn fullorðinn hlýddi hann alltaf Jehóva. Jesús hlýddi meira að segja þegar það var erfitt fyrir hann og þó að hann þyrfti að þjást. Hlýddi Jesús líka Jósef og Maríu? – Já, í Biblíunni segir að hann hafi gert það.

Hvað geturðu lært af Jesú? – Þú verður að hlýða foreldrum þínum, líka þegar það er erfitt. Ætlar þú að gera það? –

LESTU Í BIBLÍUNNI ÞINNI

  • Lúkas 1:30-35; 2:45-52

  • Efesusbréfið 6:1

  • Hebreabréfið 5:8