Hoppa beint í efnið

Hoppa í undirvalmynd

Hoppa í efnisyfirlit

Vottar Jehóva

íslenska

Hlustaðu á Guð og lifðu að eilífu

 5. HLUTI

Flóðið á dögum Nóa. Hverjir hlustuðu á Guð? Hverjir hlustuðu ekki?

Flóðið á dögum Nóa. Hverjir hlustuðu á Guð? Hverjir hlustuðu ekki?

Flestir gerðu það sem illt var á dögum Nóa. 1. Mósebók 6:5

Adam og Eva eignuðust börn og fólki fjölgaði á jörðinni. Með tímanum gengu sumir englar til liðs við Satan í uppreisninni gegn Guði.

Englar komu til jarðar og tóku sér mannslíkama til að geta gifst konum. Konurnar fæddu syni sem voru ofurmannlegir. Þeir voru grimmir og sterkir.

Jörðin varð full af fólki sem gerði margt illt. Í Biblíunni stendur: „Illska mannanna var mikil orðin á jörðinni og . . . allar hneigðir þeirra og langanir snerust ætíð til ills.“

 Nói hlustaði á Guð og smíðaði örk. 1. Mósebók 6:13, 14, 18, 19, 22

Nói var góður maður. Jehóva sagði honum að hann ætlaði að afmá hina illu í miklu flóði.

Guð sagði Nóa að smíða risastórt skip sem var kallað örk. Hann átti að fara með fjölskyldu sína og dýr af öllum tegundum inn í örkina.

Nói varaði fólk við flóðinu en það hlustaði ekki á hann. Sumir hlógu að honum og aðrir hötuðu hann.

Þegar örkin var tilbúin fór Nói með dýrin inn í hana.