1 JEHÓVA ÞYKIR VÆNT UM ÞIG

„Því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf einkason sinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf.“ – Jóhannes 3:16.

Hvernig sýnir Guð að honum þyki vænt um þig?

 • Sálmur 91:2

  Jehóva er skjól okkar. Hann getur hjálpað okkur núna að leysa vandamál okkar.

 • Sálmur 37:29

  Hann hefur gefið okkur frábæra framtíðarvon.

 • 1. Tímóteusarbréf 6:12, 19

  Guð ætlar að gefa okkur eilíft líf við fullkomnar aðstæður. Við munum njóta friðar, hamingju og fullkominnar heilsu í fallegri paradís.

2 JEHÓVA VILL AÐ ÞÚ ELSKIR HANN

„Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni og öllum huga þínum.“ – Matteus 22:37.

Hvað fær kærleikur Guðs þig til að gera?

 • Lúkas 17:12-17

  Sýndu þakklæti fyrir allt sem Guð hefur gert fyrir þig.

 • Matteus 7:16-20

  Sýndu að þú elskir Guð með því að gera vilja hans á hverjum degi.

 • 1. Jóhannesarbréf 5:3

  Hlýddu boðum Guðs.

 • 1. Tímóteusarbréf 6:18

  Leggðu þig fram við að gera öðrum gott.

3 VIÐHALTU STERKUM KÆRLEIKA TIL JEHÓVA

„Látið kærleika Guðs varðveita ykkur.“ – Júdasarbréfið 21.

Hvað getur hjálpað þér að halda þig nálægt Jehóva?

 • 1. Þessaloníkubréf 5:17

  Vertu duglegur að biðja.

 • Matteus 28:19, 20; 2. Tímóteusarbréf 4:2

  Gerðu allt sem þú getur til að segja öðrum frá Guðsríki.

 • Orðskviðirnir 2:1-5

  Haltu áfram að læra um Jehóva.

 • Hebreabréfið 10:24, 25

  Farðu reglulega á safnaðarsamkomur. Bræður þínir og systur hjálpa þér að nálægjast Jehóva enn betur.