Hoppa beint í efnið

Hoppa í undirvalmynd

Hoppa í efnisyfirlit

Vottar Jehóva

íslenska

Útdráttur úr What Can the Bible Teach Us?

18. Ætti ég að vígja Guði líf mitt og láta skírast?

18. Ætti ég að vígja Guði líf mitt og láta skírast?

1 ÆTTI ÉG AÐ LÁTA SKÍRAST?

„Hér er vatn, hvað hamlar mér að skírast?“ – Postulasagan 8:36.

Hvers vegna og hvernig ættirðu að láta skírast?

Skírn sýnir að þú hefur sagt skilið við fyrra líf og byrjað nýtt sem felst í að gera vilja Guðs.

 • Matteus 28:19, 20

  Til að þjóna Jehóva þarftu að láta skírast.

 • Sálmur 40:9

  Skírn sýnir öðrum að þú viljir þjóna Guði.

 • Matteus 3:16

  Þú þarft að fara alveg á kaf í vatn eins og Jesús.

2 JEHÓVA ÆTLAST ALDREI TIL OF MIKILS AF ÞÉR

„Elskan til Guðs birtist í að við höldum boðorð hans. Og boðorð hans eru ekki þung.“ – 1. Jóhannesarbréf 5:3.

Af hverju þarftu ekki að vera hræddur við að vígjast Jehóva?

 • Sálmur 103:14; Jesaja 41:10

  Þú þarft ekki að vera fullkominn til að vígja þig Jehóva. Hann hjálpar þér að gera það sem er rétt.

 • Kólossubréfið 1:10

  Kærleikur þinn til Jehóva hjálpar þér að sigrast á óttanum við að valda honum vonbrigðum.

3 SKREF Í ÁTT TIL SKÍRNAR

„Að gera vilja þinn, Guð minn, er mér yndi og lögmál þitt er innra með mér.“ – Sálmur 40:9.

Hvað þarftu að gera til að vígjast Jehóva?

 • Jóhannes 17:3

  STUNDAÐU BIBLÍUNÁM

  Kynnstu Jehóva og Jesú Kristi. Því betur sem þú þekkir þá þeim mun kærari verða þeir þér.

 • Hebreabréfið 11:6

  BYGGÐU UPP TRÚ ÞÍNA

  Treystu loforðum Guðs og að lausnarfórn Jesú geti bjargað okkur frá synd og dauða.

 • Postulasagan 3:19

  SÝNDU IÐRUN

  Þetta merkir að sjá innilega eftir því ranga sem þú hefur gert.

  SNÚÐU TIL GUÐS

  Þetta merkir að hætta rangri breytni og gera það sem er rétt.

 • 1. Pétursbréf 4:2

  VÍGÐU GUÐI LÍF ÞITT

  Þú vígir Jehóva líf þitt þegar þú lofar honum í bæn að tilbiðja hann og láta vilja hans vera það mikilvægasta í lífi þínu.