1 JEHÓVA STOFNAÐI FJÖLSKYLDUNA

„Þess vegna beygi ég kné mín fyrir föðurnum, sem hvert faðerni fær nafn af á himni og jörðu.“ – Efesusbréfið 3:14, 15.

Hvernig getur fjölskyldan þín verið hamingjusöm?

 • 1. Mósebók 1:26-28

  Jehóva stofnaði fyrstu fjölskylduna.

 • Efesusbréfið 5:1, 2

  Lykillinn að hamingjuríku fjölskyldulífi er að líkja eftir Jehóva og Jesú.

2 AÐ VERA GÓÐUR EIGINMAÐUR OG GÓÐ EIGINKONA

„Hver og einn skal elska eiginkonu sína ... konan beri lotningu fyrir manni sínum.“ – Efesusbréfið 5:33.

Hvernig ættu eiginmaður og eiginkona að koma fram við hvort annað?

 • Efesusbréfið 5:22-29

  Eiginmaðurinn ber ábyrgð á fjölskyldunni. Hann á að elska konuna sína og hún að styðja ákvarðanir hans.

 • Kólossubréfið 3:19; 1. Pétursbréf 3:4

  Hjón eiga að vera góð og tillitssöm hvort við annað.

 • 1. Pétursbréf 3:1, 2, 7

  Eiginmaður og eiginkona ættu að sýna hvort öðru virðingu.

 • 1. Tímóteusarbréf 5:8; Títusarbréfið 2:4, 5

  Eiginmaðurinn ætti að sjá fyrir fjölskyldunni. Eiginkonan ætti að sjá vel um heimilið.

3 AÐ VERA GOTT FORELDRI

„Feður, reitið ekki börn ykkar til reiði heldur alið þau upp með aga og fræðslu um Drottin.“ – Efesusbréfið 6:4.

Hvaða ábyrgð hafa foreldrarnir?

 • 5. Mósebók 6:4-9; Orðskviðirnir 22:6

  Þú þarft að gefa þér tíma til að fræða börnin þín um Jehóva. Byrjaðu þegar þau eru mjög ung að hjálpa hverju og einu þeirra með þolinmæði að byggja upp vináttu við Jehóva.

 • 1. Pétursbréf 5:8

  Kenndu börnunum þínum hvernig þau geta varast kynferðislegt ofbeldi og aðrar hættur.

 • Jeremía 30:11; Hebreabréfið 12:9-11

  Þú verður að aga börnin þín en aldrei í reiði eða grimmilega.

4 ÞAÐ SEM GUÐ ÆTLAST TIL AF BÖRNUM

„Börn, hlýðið foreldrum ykkar.“ – Efesusbréfið 6:1.

Börn, hvers vegna ættuð þið að hlýða foreldrum ykkar?

 • Orðskviðirnir 23:22-25; Kólossubréfið 3:20

  Þegar þú ert hlýðinn gleður þú Jehóva og foreldra þína.

 • 1. Korintubréf 15:33

  Finndu þér vini sem elska Jehóva. Það auðveldar þér að gera það sem er rétt.