Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

8. hluti: 8. hluti — Spádómar Biblíunnar rætast

8. hluti: 8. hluti — Spádómar Biblíunnar rætast

Biblían segir ekki aðeins sanna sögu af því sem gerðist í fortíðinni heldur segir hún einnig frá því sem gerast mun í framtíðinni. Menn geta ekki sagt framtíðina fyrir. Þannig vitum við að Biblían er frá Guði. Hvað segir Biblían um framtíðina?

Hún segir frá miklu stríði Guðs. Í þessu stríði mun Guð hreinsa af jörðinni alla illsku og vonda menn en vernda þá sem þjóna honum. Konungur Guðs, Jesús Kristur, mun sjá til þess að þjónar Guðs njóti friðar og hamingju og að þeir muni aldrei framar veikjast eða deyja.

Er það okkur ekki mikið gleðiefni að Guð skuli ætla að skapa nýja paradís á jörðinni? En við verðum að gera eitthvað ef við eigum að fá að lifa í þessari paradís. Í síðustu sögunni í þessari bók lærum við hvað við eigum að gera til að fá að njóta þeirra dásemda sem Guð mun gefa þeim sem þjóna honum. Þú skalt þess vegna lesa 8. HLUTANN og komast að raun um hverju Biblían spáir um framtíðina.

Paradís