Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Saga 98: Á Olíufjallinu

Saga 98: Á Olíufjallinu

HÉR er Jesús á Olíufjallinu. Mennirnir fjórir með honum eru postular hans. Það eru bræðurnir Andrés og Pétur og einnig bræðurnir Jakob og Jóhannes. Efst á myndinni sérð þú musteri Guðs í Jerúsalem.

Tveir dagar eru liðnir síðan Jesús reið inn í Jerúsalem á ungum asna. Það er þriðjudagur. Jesús hafði verið í musterinu fyrr um daginn. Þar reyndu prestarnir að handtaka hann til að drepa hann. En þeir þorðu það ekki af því að fólkið var hrifið af Jesú.

Jesús og postularnir

'Þið höggormar og nöðruafkvæmi!‘ kallaði Jesús þessa trúarleiðtoga. Síðan sagði hann að Guð myndi refsa þeim vegna þess að þeir hefðu gert svo margt illt. Eftir það gekk Jesús upp á Olíufjallið og þá fóru þessir fjórir postular að spyrja hann spurninga. Veistu hvað þeir spyrja Jesú um?

Postularnir eru að spyrja um atburði í framtíðinni. Þeir vita að Jesús mun binda enda á alla illsku á jörðinni. En þá langar til að vita hvenær það muni gerast. Hvenær mun Jesús koma aftur til að ríkja sem konungur?

Jesús veit að fylgjendur hans á jörðinni munu ekki geta séð hann þegar hann kemur aftur vegna þess að hann mun vera á himni og þeir geta ekki séð hann þar. Þess vegna segir hann postulum sínum frá ýmsum atburðum sem munu gerast á jörðinni þegar hann ríkir sem konungur á himni. Hvaða atburðir eru það?

Jesús segir að brjótast muni út miklar styrjaldir, margt fólk muni verða sjúkt og hungrað, mikið verða um glæpi og stórir jarðskjálftar verða. Jesús segir einnig að gleðifréttirnar um Guðsríki verði prédikaðar alls staðar á jörðinni. Höfum við séð þessa atburði gerast á okkar tímum? Já! Og þess vegna getum við verið viss um að Jesús ríkir núna á himnum. Bráðum mun hann binda enda á alla illsku á jörðinni.

Matteus 21:46; 23:1-39; 24:1-14; Markús 13:3-10.