Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Saga 64: Salómon byggir musterið

Saga 64: Salómon byggir musterið

ÁÐUR en Davíð dó sagði hann Salómon frá fyrirmælum Guðs varðandi byggingu musteris Jehóva. Á fjórða ríkisári sínu byrjar Salómon að byggja musterið og það tekur sjö og hálft ár að ljúka því. Tugþúsundir manna vinna við musterisbygginguna og hún kostar mikið fé. Það er vegna þess að mikið er notað af gulli og silfri í hana.

Í musterinu eru tvö aðalherbergi alveg eins og í samfundatjaldinu en þau eru tvöfalt stærri en her- bergin í samfundatjaldinu. Salómon lætur síðan setja sáttmálsörkina í innra herbergi musterisins og í hitt herbergið eru settir hinir hlutirnir sem voru í samfundatjaldinu.

Þegar musterið er fullgert er haldin mikil hátíð. Salómon krýpur fyrir framan musterið og biður eins og þú getur séð á myndinni. 'Ekki einu sinni allur himinninn er nógu stór til að rúma þig,‘ segir Salómon við Jehóva, 'hve miklu síður getur þetta musteri þá gert það. En hlustaðu samt, ó Guð minn, á lýð þinn þegar hann snýr sér að þessum stað og biður til þín.‘

Salómon konungur fer með bæn

Þegar Salómon lýkur bæn sinni kemur eldur niður af himni. Hann brennir upp dýrafórnirnar sem fram hafa verið bornar. Og skært ljós frá Jehóva fyllir musterið. Það sýnir að Jehóva hlustar og er ánægður með musterið og bæn Salómons. Núna á fólkið að koma til musterisins, en ekki samfundatjaldsins, til að tilbiðja Guð og færa honum fórnir.

Í langan tíma stjórnar Salómon af visku og fólkið er ánægt. En Salómon kvænist mörgum konum frá öðrum löndum sem ekki tilbiðja Jehóva. Á myndinni sérðu eina þeirra tilbiðja skurðgoð. Að lokum fá konur Salómons hann til að tilbiðja líka aðra guði. Veistu hvað gerist þegar Salómon gerir það? Hann hættir að vera góður við þjóðina. Hann verður grimmur og þjóðin er ekki lengur hamingjusöm.

Salómon konungur tilbiður skurðgoð

Jehóva reiðist þá Salómon og segir við hann: 'Ég mun taka konungdóminn frá þér og gefa hann öðrum manni. Ég mun ekki gera það meðan þú ert á lífi heldur í stjórnartíð sonar þíns. Þó mun ég ekki taka allt ríkið frá syni þínum.‘ Sjáum nú hvernig það atvikast.

1. Kroníkubók 28:9-21; 29:1-9; 1. Konungabók 5:1-18; 2. Kroníkubók 6:12-42; 7:1-5; 1. Konungabók 11:9-13.