Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Saga 45: Förin yfir Jórdan

Saga 45: Förin yfir Jórdan

SJÁÐU! Ísraelsmenn eru að fara yfir ána Jórdan! En hvar er vatnið? Fáeinum mínútum áður hafði verið mjög mikið vatn í ánni af því að það rignir mikið á þessum árstíma. En núna er allt vatnið horfið! Og Ísraelsmenn ganga yfir þurrum fótum alveg eins og þegar þeir fóru yfir Rauðahafið! Hvert fór allt vatnið? Nú skulum við sjá.

Ísraelsmenn fara yfir Jórdan

Þegar tíminn var kominn fyrir Ísraelsmenn að fara yfir Jórdan lét Jehóva Jósúa segja við fólkið: 'Prestarnir skulu taka sáttmálsörkina og fara á undan okkur. Þegar þeir stíga í vatnið í Jórdan þá mun vatnið hætta að renna.‘

Prestarnir taka því næst upp sáttmálsörkina og bera hana á undan fólkinu. Þegar prestarnir koma að Jórdan stíga þeir beint út í vatnið. Áin er djúp og straumhörð en um leið og fætur þeirra snerta vatnið hættir það að streyma! Það er kraftaverk! Jehóva hefur stöðvað rennsli vatnsins ofar í ánni. Innan skamms er ekki meira vatn í ánni!

Prestarnir, sem bera sátt- málsörkina, ganga beint út í miðjan þurran árfarveginn. Sérðu þá á myndinni? Þar standa þeir meðan allir Ísraelsmennirnir ganga þurrum fótum þvert yfir Jórdan!

Þegar allir eru komnir yfir lætur Jehóva Jósúa segja 12 sterkum mönnum: 'Farið út í ána, þangað sem prestarnir standa með sáttmálsörkina. Takið 12 steina og setjið þá þar sem þið munuð dvelja í nótt. Þegar síðan börn ykkar í framtíðinni spyrja hvað þessir steinar tákni skuluð þið segja þeim að vatnið hafi hætt að renna þegar sáttmálsörk Jehóva var flutt yfir Jórdan. Steinarnir munu minna ykkur á þetta kraftaverk!‘ Jósúa reisir einnig 12 steina þar sem prestarnir höfðu staðið í árfarveginum.

Jósúa

Að lokum segir Jósúa við prestana sem bera sáttmáls- örkina: 'Stígið upp úr Jórdan.‘ Og varla hafa þeir gert það þegar áin byrjar að streyma fram eins og áður var.

Jósúabók 3:1-17; 4:1-18.