Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Saga 32: Plágurnar tíu

Saga 32: Plágurnar tíu

SKOÐAÐU myndirnar. Hver mynd sýnir eina af þeim plágum sem Jehóva leiddi yfir Egyptaland. Á fyrstu myndinni sérðu Aron slá vatnið í ánni Níl með stafnum sínum. Þegar hann gerði það varð allt vatnið í ánni að blóði. Fiskarnir dóu og áin fór að fúlna.

Plágurnar í Egyptalandi

Næst lét Jehóva froska koma upp úr Níl. Þeir voru út um allt — í bökunarofnunum, deigtrogunum, í rúmum manna — alls staðar. Þegar froskarnir dóu söfnuðu Egyptar þeim í stórar hrúgur og ólykt var í öllu landinu frá þeim.

Þá sló Aron stafnum sínum í jörðina og rykið varð að mýi. Það eru litlar flugur sem bíta. Mýið var þriðja plágan sem kom yfir Egyptaland.

Þær plágur, sem á eftir komu, lentu aðeins á Egyptum, ekki á Ísraelsmönnum. Fjórða plágan voru stórar flugur sem allt varð morandi af í Egyptalandi og öllum húsum Egypta. Fimmta plágan lagðist á dýrin. Þá dó mikið af nautgripum, kindum og geitum Egyptanna.

Móse og Aron tóku því næst ösku og fleygðu henni upp í loftið. Frá henni fengu bæði menn og skepnur slæmar bólur eða kýli. Þetta var sjötta plágan.

Eftir þetta rétti Móse hönd sína til himins og Jehóva sendi þrumur og hagl. Það var hið versta haglveður sem komið hafði yfir Egyptaland.

Áttunda plágan var aragrúi af engisprettum. Hvorki fyrr né síðar hafa sést svo margar engisprettur. Þær átu allt sem haglið hafði ekki eyðilagt.

Níunda plágan var myrkur. Í þrjá daga var niðamyrkur yfir öllu landinu en þar sem Ísraelsmenn bjuggu var bjart.

Að síðustu sagði Guð fólki sínu að strjúka blóðinu úr lambi eða ungri geit á dyrastafi húsa sinna. Síðan fór engill Guðs yfir Egyptaland. Þegar engillinn sá blóðið drap hann engan í því húsi. En í öllum þeim húsum, þar sem ekki var blóð á dyrastöfunum, drap engill Guðs frumburði bæði manna og dýra. Þetta var 10. plágan.

Eftir síðustu pláguna bað Faraó Ísraelsmenn að fara burt. Fólk Guðs var allt ferðbúið og þessa sömu nótt lagði það af stað út úr Egyptalandi.

2. Mósebók, kaflar 7 til 12.